Veit meirihlutinn hvað hann er að skrifa undir ?

Skyldi það vera að meirihluti landsins fylgi hinum frjálsu og óháðu fjölmiðlum blint eftir ?

Ég vona að þegar fólk svaraði spurningu raddarinnar í símanum sem truflaði sjónvarps ég meina samverutíma fjölskyldunnar hafi vitað hvað það var að gefa skoðun sína á ? .. svona eins og með fjölmiðlafrumvarpið .. þið voruð líka með það á hreinu er það ekki? Enda var umræðan mjög ítarleg þar sem allar hliðar komu fram. Nú eða þegar skattarnir lækkuðu á matvöru þetta átti allt að skila sér inní verðlagið, það sögðu fjölmiðlarnir allavega.   Svo vissir voru þeir að þeir birtu engar fyrirsagnir með viðtölum við forsvarsmenn stórra veitingakeðja þar sem árangur skattalækkunar kom fram,  það birtist hugsanlega í miðju blaði kvartanir frá okkar mjóróma neytendavernd.

Já inní Evrópu skulum við öll fara, 300.000 manna þjóðin, þar munu okkar raddir heyrast vel og skýrt því þar skilja allir okkar þarfir, ekki þarf að hafa fyrir því að ákveða hversu stóran byggðakvóta bæjarfélögin út á landi fá, já og ekki þurfum við að taka þær erfiðu ákvarðanir hvort byggja eigi hér fleiri stóriðjuver, allar þessar erfiðu ákvarðanir verða náttúrlega teknar af mjög hæfum og umfram allt menntuðum ráðamönnum sem munu taka ákvarðanir fyrir hönd Evrópu í heild sinni, með hag Evrópubúa allra í huga. 

Göngum inní Evrópubandalagið, hættum að vera Íslendingar því þjóðerni innan bandalagsins kemur einungis til með að flækjast fyrir ákvarðanartöku, íbúar eyjunnar rétt við norðurpól, fá úthlutaðan byggðakvóta, eitthvað sanngjarnt hlutfall af heildarkvótanum.  Allavega til að byrja með, á meðan eyjaskeggjar telja sig ennþá vera einhver sérstakur hluti af Evrópu, við erum fljót að gleyma þannig að þetta ætti ekki að vera vandamál fyrir okkur. 

Ég meina, miðað við þær svakalegu upphæðir sem við myndum fá mokað út úr sjóðum landa Evrópu, þar sem við erum svo frábær, við myndum varla hafa undan við að þiggja gjafir handa vorri stoltu þjóð, E veg frá Seyðisfirði til Keflavíkur yrði byggður á mettíma og umræður um léttlest á milli Keflavíkur og Reykjavíkur færu aftur á pallborðið, ekki ein sundabraut heldur tvær (Sundabraut ytri og innri) yrðu byggðar.  Verðbólga myndi hverfa við afsalssamning þjóðernis og sjálfræðis, auk þess sem vextir myndu um leið lækka niður í raunhæfa tölu fyrir hina mjög svo aðhaldssömu Íslendinga. 

Það segja fjölmiðlarnir allavega, í þá setjum við lýðurinn traustið okkar, eða hvað ?  

Í það minnsta er meirihluti þjóðarinnar samkvæmt þessari könnun tilbúið að skrifa undir hvaða samninga sem er frá Evrópubandalaginu, tilbúin til að afsala séreign þjóðarinnar á öllum náttúruauðlindum, nýttum sem ónýttum.

 Getur einhver svarað því á raunsæjan hátt hvað Íslendingar eru að fara að fá út úr ESB ? og hvað við afsölum okkur í leiðinni ? (getum við hætt í ESB ? )

Telja Evrópusinnar að kannanir þar sem þorri þjóðarinnar er tilbúin til að ganga inní Evrópubandalagið án þess að vita að hverju þeir eru að ganga sé samningsmönnum Íslands vopn í hönd ?

Ég viðurkenni að ég hef ekki mikla þekkingu á ESB, mig þykir þó alveg ofboðslega vænt um landið mitt, vill á engan hátt gefa upp neitt sjálfræði þessarar þjóðar.  Það veldur mér töluverðum áhyggjum hversu einhliða umræður fjölmiðla og nánast allra sem koma fram í sjónvarpi er um Evrópubandalagið.  Mér finnst vanta almennileg umræða þar sem kostir og gallar eru metnir og horft í stöðuna til langs tíma en ekki eins og hún er í dag.

Takk fyrir lesturinn :)


mbl.is Meirihluti styður ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæfuleg stjórnun

Svo virðist vera að stjórnendur vorir sjá ekki neitt annað í stöðunni en að fækka eða skerða þjónustu.  Hvernig væri að skoða þann möguleika að bjóða, í krafti okkar frábæra lága gengis og þar með mjög svo ódýru vinnuafli, þjónustu til ríkari þjóða t.d. einhverra norðurlandanna tveir fyrir einn á skurðaðgerðum eða einhver önnur bónus tilboð. 

Þannig mætti koma í veg fyrir að okkar ágætlega menntaða nú eða reynsluríka heilbrigðisstétt fari að þiggja atvinnuleysisbætur frá hinu mjög svo hæfa íslenska ríki.  Hræddur um að sparnaðurinn verði ekki mikill í því, nái í það minnsta skammt, þar sem sauðsvartur almúgurinn, verður enn meira var við að hér mun koma til með að ríkja eymd og volæði næstu árin, dregur því að sér hendurnar og frestar kaupum á hinu nauðsynlega LCD sjónvarpi sem vantaði inní gestaherbergið, þar hverfa þá virðisaukaskattstekjurnar og nú náttúrlega hagnaður þessa fyrirtækis og við það dregur úr tekjum ríkissjóðs sem aftur sendir sparnaðarbréf til stofnanna sinna, sem dregur aftur úr tekjum ríkissjóðs.  Tja ekki nema atvinnu og örorkubæturnar hækki verulega, þá væri nú aldeilis hægt að skattleggja þær, veit samt ekki hvort að tekjurnar myndu hækka verulega við það, hvað haldið þið ?

Reyndar er vinnumálastofnun komin með lausnina á vandanum, því ekki virðist hún berast frá hinum frábæru og mörgum mjög svo hæfileikaríkum spámönnum Alþingis, senda á Íslendinga út til að vinna, eflaust hefur þeim dottið í hug að þetta væri tímabundin aðgerð, en þegar útseldi Íslendingurinn er búin að koma sér fyrir þá kemst hann að því að kannske var grasið grænna hinum megin eftir allt saman, hvað verður þá eftir af fjárfestingu okkar, þessari einu... þessari sem erfitt er að gjaldfella.  Unga menntaða fólkið okkar.

 Takk fyrir lesturinn :)

 


mbl.is Uppsagnir ekki ákveðnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband