Veit meirihlutinn hvað hann er að skrifa undir ?

Skyldi það vera að meirihluti landsins fylgi hinum frjálsu og óháðu fjölmiðlum blint eftir ?

Ég vona að þegar fólk svaraði spurningu raddarinnar í símanum sem truflaði sjónvarps ég meina samverutíma fjölskyldunnar hafi vitað hvað það var að gefa skoðun sína á ? .. svona eins og með fjölmiðlafrumvarpið .. þið voruð líka með það á hreinu er það ekki? Enda var umræðan mjög ítarleg þar sem allar hliðar komu fram. Nú eða þegar skattarnir lækkuðu á matvöru þetta átti allt að skila sér inní verðlagið, það sögðu fjölmiðlarnir allavega.   Svo vissir voru þeir að þeir birtu engar fyrirsagnir með viðtölum við forsvarsmenn stórra veitingakeðja þar sem árangur skattalækkunar kom fram,  það birtist hugsanlega í miðju blaði kvartanir frá okkar mjóróma neytendavernd.

Já inní Evrópu skulum við öll fara, 300.000 manna þjóðin, þar munu okkar raddir heyrast vel og skýrt því þar skilja allir okkar þarfir, ekki þarf að hafa fyrir því að ákveða hversu stóran byggðakvóta bæjarfélögin út á landi fá, já og ekki þurfum við að taka þær erfiðu ákvarðanir hvort byggja eigi hér fleiri stóriðjuver, allar þessar erfiðu ákvarðanir verða náttúrlega teknar af mjög hæfum og umfram allt menntuðum ráðamönnum sem munu taka ákvarðanir fyrir hönd Evrópu í heild sinni, með hag Evrópubúa allra í huga. 

Göngum inní Evrópubandalagið, hættum að vera Íslendingar því þjóðerni innan bandalagsins kemur einungis til með að flækjast fyrir ákvarðanartöku, íbúar eyjunnar rétt við norðurpól, fá úthlutaðan byggðakvóta, eitthvað sanngjarnt hlutfall af heildarkvótanum.  Allavega til að byrja með, á meðan eyjaskeggjar telja sig ennþá vera einhver sérstakur hluti af Evrópu, við erum fljót að gleyma þannig að þetta ætti ekki að vera vandamál fyrir okkur. 

Ég meina, miðað við þær svakalegu upphæðir sem við myndum fá mokað út úr sjóðum landa Evrópu, þar sem við erum svo frábær, við myndum varla hafa undan við að þiggja gjafir handa vorri stoltu þjóð, E veg frá Seyðisfirði til Keflavíkur yrði byggður á mettíma og umræður um léttlest á milli Keflavíkur og Reykjavíkur færu aftur á pallborðið, ekki ein sundabraut heldur tvær (Sundabraut ytri og innri) yrðu byggðar.  Verðbólga myndi hverfa við afsalssamning þjóðernis og sjálfræðis, auk þess sem vextir myndu um leið lækka niður í raunhæfa tölu fyrir hina mjög svo aðhaldssömu Íslendinga. 

Það segja fjölmiðlarnir allavega, í þá setjum við lýðurinn traustið okkar, eða hvað ?  

Í það minnsta er meirihluti þjóðarinnar samkvæmt þessari könnun tilbúið að skrifa undir hvaða samninga sem er frá Evrópubandalaginu, tilbúin til að afsala séreign þjóðarinnar á öllum náttúruauðlindum, nýttum sem ónýttum.

 Getur einhver svarað því á raunsæjan hátt hvað Íslendingar eru að fara að fá út úr ESB ? og hvað við afsölum okkur í leiðinni ? (getum við hætt í ESB ? )

Telja Evrópusinnar að kannanir þar sem þorri þjóðarinnar er tilbúin til að ganga inní Evrópubandalagið án þess að vita að hverju þeir eru að ganga sé samningsmönnum Íslands vopn í hönd ?

Ég viðurkenni að ég hef ekki mikla þekkingu á ESB, mig þykir þó alveg ofboðslega vænt um landið mitt, vill á engan hátt gefa upp neitt sjálfræði þessarar þjóðar.  Það veldur mér töluverðum áhyggjum hversu einhliða umræður fjölmiðla og nánast allra sem koma fram í sjónvarpi er um Evrópubandalagið.  Mér finnst vanta almennileg umræða þar sem kostir og gallar eru metnir og horft í stöðuna til langs tíma en ekki eins og hún er í dag.

Takk fyrir lesturinn :)


mbl.is Meirihluti styður ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Nei satt segir þú, þú hefur ekki mikla þekkingu á ESB eða nokkru yfirleitt sýnist mér. Það þarf alvarlega að íhuga hvort hér á þessu skeri eiga eingöngu að búa elílífeyrisþegar og öryrkjar ( þ.e. þeir sem ekki komast úr landi) þegar fram líða stundir en það sýnist stefna óðfluga í það að allir sem vettlingi geta valdið kaupi sér miða ( aðra leiðina ) frá þessu helvítis bananalíðveldi. Talandi um sjálfstæði, sjálfstjórn, lýðræði, þetta er bara grín og ekkert annað. Við lifum við álíka lýðræði og viðgekkst í ráðstjórnarríkjunum áður fyrr. OKKUR kemur ekkert við um hvað er samið eða hvað gengur á, við eigum bara að snúa bökum saman og borga þessa vitleysu sem yfir þessa þjóð dynur á ca. 10 ára fresti af völdum óvandaðra stjórnenda sem við jú kjósum yfir okkur sjálf. Eina leiðin er að fara héðan og hætt þáttöku í þessari vitleysu. Kannski fá Davíð og félagar þá IMF til að reka þetta sker því ekki verða skattgreiðendur til staðar til að axla byrðarnar ef fram heldur. Kanski verða bara Alcoa og Rio Tinto þeir einu sem eftir verða hér sem hér reka þetta dæmi, líklega hugnast það vel þessum hryðjuverkamönnum sem hér hafa verið við stýrið.

valdi (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 06:12

2 Smámynd: Íslendingur númer 4432

Tja það mun í það minnsta ekki skipta neinu máli  fyrir okkur, hvort það sé Rio Tinto og þeirra ómerkilega starfsemi í mörgum löndum ef ESB er komið inn í dæmið, því ekki eigum við landið okkar lengur, heldur erum við orðin hluti af Evrópu og landið okkar með.

Heldur þú virkilega að með því að ganga inní Evrópubandalagið að okkar pólitíkusar verði alltí einu mun færari stjórnendur ? .. Er þetta ekki sama liðið hvort sem er ? Ég get ekki séð að lönd innan hinnar úþópísku ESB séu laus við klúður, né get ég séð að tökuréttur okkar á auðlindum sé betur borgið miðstýrður af einhverju valdi í Evrópu hlustandi á hagsmuni annarra þjóða.  Né hin ofurstöðuga EVRA sem hefur fallið um 20% á þessu ári gagnvart dollar, ekki get ég séð að lönd innan Evrópusambandsins eigi eftir að lenda í lygnum sjó í ólgusjó þessarar kreppu sem er að ganga yfir okkur og jú Evrópu líka, við vorum bara aðeins á undan, með ofþanið bankakerfi. 

En nokkrar aðrar leiðir eru færar til að sækjast í öflugri mynt, eða stöðugri mynt en að afsala hluta af okkar sjálfsstæði.  Fyrir utan það að við inngöngu inní ESB þá er EVRAN ekkert eitthvað sem kemur sjálfvirkt, við þurfum að vera búin að uppfylla skilmála sem eru settir, þess á meðal að lækka vexti og minnka verðbólgu sem er jú það sem við erum að kljást við hvort sem er.

Auk þess sýnist mér þú Valdi ekki hafa mikla þekkingu á ESB, ég er ennþá að bíða eftir innihaldsríku svari á spurningum mínum, þitt helsta svar er gagnrýni á stjórnvöld sem ég skil alveg fullkomlega, en ég var ekki að óska eftir slíku, ég var að velta því fyrir mér hvað við fáum út úr ESB.

Takk fyrir lesturinn :)

Íslendingur númer 4432, 20.11.2008 kl. 14:01

3 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Ekki hef ég mikið vit á ESB.  En ég hlustaði á stækkunarstjóra Evrópusambandsins Olli Rehn í fréttunum í gærkveldi.  Hann tjáði að við kæmumst í fyrsta lagi inn árið 2012, á eftir Króötum.  Ekki fyrr.  Kannski veit Ágúst Ólafur, varaformaður Samfylkingarinnar betur.  Hann segir 10 mánuðir.  Hann er kannski orðinn þar innsti koppur í búri, og veit betur en embættismenn sambandsins.  Dæmi þar um hver fyrir sig.  Og ekki fáum við Evru fyrr en inn er komið.  Hitt veit ég, að hingað til hefur enginn fengið afslátt af fiskveiðistefnu sambandsins.  Hvort við yrðum þau fyrstu veit ég ekki.  En ég er allavega ekki til í að fá hér breska, spænska, þýska, portúgalska og guð má vita hverrar þjóðar togara til að veiða hér uppi í kálgörðum, sem búast má við að verði ef við förum þarna inn.  Og hvað með ætlaða olíu á Drekasvæðinu?  Ætli við hefðum eitthvað um hana að segja?  Veit ekki, en allavega finnst Norðmönnum ESB ekki fýsilegur kostur. 

Sigríður Jósefsdóttir, 20.11.2008 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband